Enski boltinn

Nýr leikvangur Liverpool mun kosta yfir 50 milljarða

Stanley Park
Stanley Park

Kostnaður við nýjan heimavöll Liverpool verður miklu hærri en reiknað var með í fyrstu að sögn eigandans Tom Hicks og mun kosta að minnsta kosti 50 milljarða.

Í fyrstu var talað um að mannvirkið myndi kosta um 250 milljónir punda en samkvæmt frétt breska ríkissjónvarpsins í morgun hefur Tom Hicks tilkynnt að talan verði "að minnsta kosti" 400 milljónir punda - eða rúmir 50 milljarðar króna.

Stanley Park mun taka 60,000 þúsund manns í sæti - 15,000 fleiri en Anfield og talað er um að hann muni fela í sér möguleika á stækkun upp í 75,000 áhorfendur.

Hicks hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn sé að rjúka upp. "Ég er svo spenntur fyrir þessari nýju byggingu, því með tilkomu hennar munum við geta gert hluti fyrir stuðningsmennina sem við höfum aldrei geta gert áður. Stuðningsmenn liðsins eru frábærir og þegar við verðum komnir með nýja heimavöllinn mun fólk geta útvegað sér miða á völlinn með miklu einfaldari hætti en áður," sagði annar aðaleigenda félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×