Enski boltinn

Ballack lánaður til Juventus?

NordicPhotos/GettyImages

Ítalskir fréttamiðlar fullyrða að samkomulag sé að nást milli Chelsea og Juventus um að ítalska félagið fái miðjumanninn Michael Ballack að láni út leiktíðina. Ballack hefur ekkert komið við sögu hjá Chelsea til þessa á leiktíðinni vegna meiðsla.

Sagt er að Alessio Secco hjá Juventus hafi átt fund með forráðamönnum Chelsea áður en liðið lék við Schalke á miðvikudagskvöldið, en þeir eiga einnig að hafa rætt hugsanleg kaup á Frank Lampard næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×