Enski boltinn

Ajax á eftir Martin Jol

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Jol hefur ekki vegnað vel hjá Tottenham á tímabilinu.
Martin Jol hefur ekki vegnað vel hjá Tottenham á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images

Daily Mirror heldur því fram í dag að hollenska úrvalsdeildarliðið vilji fá Martin Jol í stað Henk Ten Cate.

Ten Cate mun vera á leið til Chelsea þar sem hann verður aðstoðarmaður Avram Grant.

Tottenham komst í gærkvöldi áfram í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar en liðinu hefur ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni. Mikil pressa er á Jol og hefur mikið verið ritað um framtíð hans hjá félaginu í ensku pressunni.

Til að mynda hefur verið sagt frá því að stjórn Tottenham hafi boðið tveimur knattspyrnustjórum, Juande Ramos og Jose Mourinho, starf Jol á meðan hann var enn í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×