Fótbolti

Celtic setur Gravesen, Miller og Zurawski á sölulista

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Thomas Gravesen hefur verið settur á sölulista hjá Celtic.
Thomas Gravesen hefur verið settur á sölulista hjá Celtic. NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn skosku meistarana Celtic hafa gefið það út að liðið sé tilbúið að selja Kenny Miller, Thomas Gravesen og Maciej Zurawski frá félaginu. Miller hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til Skotlands frá Wolves en fjöldi liða úr ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga á framherjanum. Þar má nefna Fulham, Everton, Derby og Manchester City.

Pólski framherjinn Zurawski var keyptur frá Wilsa Krakow fyrir tvær milljónir punda árið 2005 og skoraði 22 mörk á sínu fyrsta tímabili. En slæm meiðsli sem hann varð fyrir í fyrra gerði það að verkum að hann náði ekki að stimpla sig almennilega inn.

Þá hefur Daninn Gravesen ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur frá Real Madrid fyrir tvær milljónir punda í fyrra og var hann til að mynda ekki í leikmannahópi Celtic sem mætti Hearts um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×