Enski boltinn

Benitez blæs í herlúðra

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benites, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur skorað á leikmenn sína að halda áfram á sigurbraut yfir jólavertíðina á Englendi nú þegar liðið hefur unnið fimm leiki í röð.

Markatala Liverpool er 21-1 í þessum fimm leikjum og svo virðist sem þeir rauðu séu búnir að finna taktinn á ný eftir slæman kafla. Liverpool sækir Reading heim um helgina, fer svo til Marseille í gríðarlega mikilvægan lokaleik í Meistaradeildinni og næst á dagskránni er svo stórleikur við Manchester United.

"Ég er mjög ánægður með spilamennskuna í augnablikinu því við erum að skapa okkur færi, skora mörk og halda hreinu og sigra. Þetta er allt mjög jákvætt," sagði Benitez í viðtali á heimasíðu Liverpool.

"Þegar maður skorar 21 mark í fimm leikjum og fær aðeins eitt á sig yrðu flestir mjög sáttir, en mér finnst enn hægt að bæta leik liðsins. Við eigum enn eftir að fá þá Fabio Aurelio, Jermaine Pennant, Daniel Agger og Steve Finnan til baka úr meiðslum og þegar þeir koma inn verðum við með aukna breidd í hópnum. Það er mikilvægur kafli framundan og við vitum að ein úrslit slæm úrslit eru fljót að koma mönnum niður á jörðina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×