Innlent

Engir úrslitakostir settir um stóriðjustopp

Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum. Steingrímur taldi þó í hádegisviðtalinu í dag flest benda til að þess ríkisstjórnarflokkarnir endurnýji samstarf sitt.

Steingrímur sagði sögusagnir um viðræður milli Vinstri grænna og sjálfstæðismanna ekki réttar og að þeir Geir Haarde hefðu hist, utan sjónvarpskappræðna. Hann sagði þó að skilaboðum hefði verið komið til sjálfstæðismanna um að Vinstri grænir útilokuðu ekki viðræður.

Hann viðurkenndi þó að erfitt gæti orðið að semja um málefnin en tók fram að engir úrslitakostir yrðu settir um stóriðjustopp. Og Helguvíkurálver gæti sloppið í gegn ef tæknilega og lagalega væri of seint að stöðva það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×