Innlent

Skemmdarvarga enn leitað

MYND/Stöð 2

Lögreglan leitar enn þeirra sem unnu skemmdir á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt. Rándýr stýribúnaður í sumum vélanna var gjöreyðilagður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið enn í rannsókn og ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á það.

Skemmdir voru unnar á sjö vinnuvélum við Álafosskvosina í nótt og voru meðal annars rúður brotnar og stýribúnaður eyðilagður. Talið er að tjónið skipti milljónum króna.

Deilur vegna framkvæmda við Álafosskvosina hafa staðið yfir með hléum frá því janúar á þessu ári. Framkvæmdir hófust að nýju á mánudaginn og kölluðu íbúar til lögreglu að stöðva framkvæmdirnar. Deilt eru um leyfi til framkvæmdanna en íbúarnir segja þær vera ólöglegar.

Varmársamtökin hafa þegar gefið út yfirlýsingu þar sem þau fordæma skemmdarverkin og segjast ekki bera ábyrgð á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×