Óvissa við Efstaleiti 6. febrúar 2007 09:30 Páll Magnússon. Fyrsta sem hann mun gera þegar nýtt rekstrarform verður upp tekið er að skera upp skipuritið. „Nú er í gangi ferli þar sem menn segja til um hvort þeir kjósi að vinna hjá hinu nýja félagi eða ekki. Í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í lögum er öllum boðið sama starf og þeir höfðu,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nokkur óvissa í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Eins og reyndar er viðbúið. Að sögn Páls lýkur ferlinu í þessari viku, það er að fá fram hverjir starfsmanna ætli að notfæra sér biðlaunarétt. Um helmingur starfsmanna á rétt á þeim eða um 160 manns. Samkvæmt óformlegri könnun sem framkvæmd hefur verið innanhúss er giskað á að þeir verði á bilinu 20 til 30 sem nýta sér það. Að auki munu nokkrir vera innan fyrirtækisins sem hafa áunnið sér rétt opinberra starfsmanna sem tekur til hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Sem er að geta hætt með fullum lífeyri nái samanlagður lífaldur og starfsaldur 95 árum. Þeir sem svo er um hljóta að velta fyrir sér því hvort þeir vilji starfa í raun kauplaust. Samkvæmt því sem Páll hefur áður sagt má fastlega gera ráð fyrir því að eitt fyrsta verkið sem hann ræðst í er að taka til gagngerrar endurskoðunar skipurit fyrirtækisins. Þar eru nú talsvert fleiri stjórnendur en eðlilegt getur talist miðað við starfsemi Ríkis-útvarpsins. Í útvarpshúsinu er nú rætt manna á meðal hvort til standi að Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóss verði, í tengslum við endurskipulagningu, gerður að einskonar arftaka Rúnars Gunnarssonar sem er forstöðumaður Innlendrar dagskrárgerðar. Þegar þetta atriði er borið undir Pál útvarpsstjóra segir hann ekkert fyrirliggandi á þessari stundu og verði ekki fyrr en ferlið sem lögboð er hefur átt sér stað. „Og ég anda ekki út úr mér nokkrum sköpuðum hlut með nöfn í þessu sambandi.” Forstöðumaður Innlendrar dagskrárdeildar segir svo gaman í vinnunni að hann muni ekki hætta að eigin frumkvæði. Í samtali við Rúnar Gunnarsson kemur hins vegar fram að hann er hvergi nærri á förum. „Nei, það held ég ekki. Mér leiðist ekkert í vinnunni. Finnst gaman að vinna og vil frekar vinna en gera ekki neitt. Nei, mun ekki hætta að eigin frumkvæði,“ segir Rúnar. Forstöðumaður Innlendrar dagskrárgerðar segist hafa náð fullum lífeyrisréttindum árið 2009. „Ef ég fer á biðlaun er lítið sem þyrfti að brúa. En mig langar ekkert að hætta. En það getur svo sem breyst ef hér verður einhver veruleg uppstokkun. En það gerir þá ekkert til. Ef hér verður nýtt fyrirtæki með breyttan strúktúr þá er það bara gott. Að straumlínulaga. En það er ekki þar með sagt að þetta sé ómögulegt eins og það er,“ segir Rúnar. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Nú er í gangi ferli þar sem menn segja til um hvort þeir kjósi að vinna hjá hinu nýja félagi eða ekki. Í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í lögum er öllum boðið sama starf og þeir höfðu,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nokkur óvissa í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Eins og reyndar er viðbúið. Að sögn Páls lýkur ferlinu í þessari viku, það er að fá fram hverjir starfsmanna ætli að notfæra sér biðlaunarétt. Um helmingur starfsmanna á rétt á þeim eða um 160 manns. Samkvæmt óformlegri könnun sem framkvæmd hefur verið innanhúss er giskað á að þeir verði á bilinu 20 til 30 sem nýta sér það. Að auki munu nokkrir vera innan fyrirtækisins sem hafa áunnið sér rétt opinberra starfsmanna sem tekur til hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Sem er að geta hætt með fullum lífeyri nái samanlagður lífaldur og starfsaldur 95 árum. Þeir sem svo er um hljóta að velta fyrir sér því hvort þeir vilji starfa í raun kauplaust. Samkvæmt því sem Páll hefur áður sagt má fastlega gera ráð fyrir því að eitt fyrsta verkið sem hann ræðst í er að taka til gagngerrar endurskoðunar skipurit fyrirtækisins. Þar eru nú talsvert fleiri stjórnendur en eðlilegt getur talist miðað við starfsemi Ríkis-útvarpsins. Í útvarpshúsinu er nú rætt manna á meðal hvort til standi að Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóss verði, í tengslum við endurskipulagningu, gerður að einskonar arftaka Rúnars Gunnarssonar sem er forstöðumaður Innlendrar dagskrárgerðar. Þegar þetta atriði er borið undir Pál útvarpsstjóra segir hann ekkert fyrirliggandi á þessari stundu og verði ekki fyrr en ferlið sem lögboð er hefur átt sér stað. „Og ég anda ekki út úr mér nokkrum sköpuðum hlut með nöfn í þessu sambandi.” Forstöðumaður Innlendrar dagskrárdeildar segir svo gaman í vinnunni að hann muni ekki hætta að eigin frumkvæði. Í samtali við Rúnar Gunnarsson kemur hins vegar fram að hann er hvergi nærri á förum. „Nei, það held ég ekki. Mér leiðist ekkert í vinnunni. Finnst gaman að vinna og vil frekar vinna en gera ekki neitt. Nei, mun ekki hætta að eigin frumkvæði,“ segir Rúnar. Forstöðumaður Innlendrar dagskrárgerðar segist hafa náð fullum lífeyrisréttindum árið 2009. „Ef ég fer á biðlaun er lítið sem þyrfti að brúa. En mig langar ekkert að hætta. En það getur svo sem breyst ef hér verður einhver veruleg uppstokkun. En það gerir þá ekkert til. Ef hér verður nýtt fyrirtæki með breyttan strúktúr þá er það bara gott. Að straumlínulaga. En það er ekki þar með sagt að þetta sé ómögulegt eins og það er,“ segir Rúnar.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira