Mun fleiri grunnskólanemar í fyrstu bekkjum læra ensku 25. september 2007 09:32 Þeim nemendum í fyrstu þremur bekkjum grunnskólans sem læra ensku fjölgaði um 70 prósent á milli skólaáranna 2005-2006 og 2006-2007 eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Skólaárið 2006-2007 lærðu nærri 1.900 nemendur í 1.-3. bekk ensku í grunnskólum landsins en skólaárið á undan lærðu rúmlega 1100 nemendur í sömu árgöngum ensku. Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljós að flestir grunnskólanemar hefja enskunám í 5. bekk og dönskunám í 7. bekk. Enskunemum hefur fjölgað ár frá ári og stunduðu 29.730 grunnskólabörn enskunám skólaárið 2006-2007 og hafa þau aldrei verið fleiri. Dönskunemum hefur hins vegar fækkað samhliða fækkun nemenda í elstu bekkjum grunnskólans og læra nú 18.106 nemendur grunnskólans dönsku. Alls völdu 158 nemendur sænsku og 125 nemendur norsku í stað dönsku. Margir grunnskólar bjóða upp á nám í þriðja erlenda tungumálinu og lögðu flestir stund á þýsku og spænsku í fyrra. Þannig völdu 633 nemendur þýsku en 530 spænsku. Þar á eftir völdu 262 nemendur frönsku. Færri stundir í tungumálakennslu en annars staðar á Norðurlöndum Þegar tölur Hagstofunnar eru bornar saman við tölur OECD kemur í ljós að önnur norræn ríki verja hlutfallslega fleiri kennslustundum til tungumálakennslu 9-11 ára nemenda en Íslendingar. Á Íslandi er fjórum prósentum kennslustunda á þessum aldri varið til tungumálakennslu en 6-12 prósentum kennslustunda á hinum Norðurlöndunum. Meðaltalið innan OECD-ríkjanna er 7 prósent. Þegar aldurshópurinn 12-14 ára er skoðaður kemur hins vegar í ljós að Íslendingar verja 17 prósentum af heildarkennslutíma til kennslu í erlendum tungumálum en meðaltal OECD-ríkja er 12 prósent. Hagstofan vekur athygli á því að um er að ræða tölur frá skólaárinu 2004-2005 og að frá þeim tíma hefur orðið töluverð aukning í enskukennslu í yngstu bekkjum grunnskólans hér á landi. Nemendum í spænsku fjölgar á kostnað þýsku Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að skólaárið 2006-2007 lögðu 17.703 framhaldsskólanemar stund á nám í erlendu tungumáli eða nærri þrír af hverjum fjórum nemendum á þessu skólastigi. Eins og í grunnskólum læra flestir framhaldsskólanemendur ensku en danska kemur þar á eftir en báðar greinar eru skyldunámsgreinar. Þýska er þriðja algengasta erlenda tungumálið, en hana stundar nærri fimmtungur nemenda á framhaldsskólastigi. Þá læra um 13 prósent spænsku og um ellefu prósent frönsku. Athygli vekur að nemendum í þýsku í framhaldsskólum hefur fækkað jafnt og þétt frá því að Hagstofan hóf að safna gögnum árið 1999. Á sama tíma hefur nemendum í spænsku fjölgað ár frá ári. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þeim nemendum í fyrstu þremur bekkjum grunnskólans sem læra ensku fjölgaði um 70 prósent á milli skólaáranna 2005-2006 og 2006-2007 eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Skólaárið 2006-2007 lærðu nærri 1.900 nemendur í 1.-3. bekk ensku í grunnskólum landsins en skólaárið á undan lærðu rúmlega 1100 nemendur í sömu árgöngum ensku. Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljós að flestir grunnskólanemar hefja enskunám í 5. bekk og dönskunám í 7. bekk. Enskunemum hefur fjölgað ár frá ári og stunduðu 29.730 grunnskólabörn enskunám skólaárið 2006-2007 og hafa þau aldrei verið fleiri. Dönskunemum hefur hins vegar fækkað samhliða fækkun nemenda í elstu bekkjum grunnskólans og læra nú 18.106 nemendur grunnskólans dönsku. Alls völdu 158 nemendur sænsku og 125 nemendur norsku í stað dönsku. Margir grunnskólar bjóða upp á nám í þriðja erlenda tungumálinu og lögðu flestir stund á þýsku og spænsku í fyrra. Þannig völdu 633 nemendur þýsku en 530 spænsku. Þar á eftir völdu 262 nemendur frönsku. Færri stundir í tungumálakennslu en annars staðar á Norðurlöndum Þegar tölur Hagstofunnar eru bornar saman við tölur OECD kemur í ljós að önnur norræn ríki verja hlutfallslega fleiri kennslustundum til tungumálakennslu 9-11 ára nemenda en Íslendingar. Á Íslandi er fjórum prósentum kennslustunda á þessum aldri varið til tungumálakennslu en 6-12 prósentum kennslustunda á hinum Norðurlöndunum. Meðaltalið innan OECD-ríkjanna er 7 prósent. Þegar aldurshópurinn 12-14 ára er skoðaður kemur hins vegar í ljós að Íslendingar verja 17 prósentum af heildarkennslutíma til kennslu í erlendum tungumálum en meðaltal OECD-ríkja er 12 prósent. Hagstofan vekur athygli á því að um er að ræða tölur frá skólaárinu 2004-2005 og að frá þeim tíma hefur orðið töluverð aukning í enskukennslu í yngstu bekkjum grunnskólans hér á landi. Nemendum í spænsku fjölgar á kostnað þýsku Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að skólaárið 2006-2007 lögðu 17.703 framhaldsskólanemar stund á nám í erlendu tungumáli eða nærri þrír af hverjum fjórum nemendum á þessu skólastigi. Eins og í grunnskólum læra flestir framhaldsskólanemendur ensku en danska kemur þar á eftir en báðar greinar eru skyldunámsgreinar. Þýska er þriðja algengasta erlenda tungumálið, en hana stundar nærri fimmtungur nemenda á framhaldsskólastigi. Þá læra um 13 prósent spænsku og um ellefu prósent frönsku. Athygli vekur að nemendum í þýsku í framhaldsskólum hefur fækkað jafnt og þétt frá því að Hagstofan hóf að safna gögnum árið 1999. Á sama tíma hefur nemendum í spænsku fjölgað ár frá ári.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira