Enski boltinn

Coppell vill ráða Sven-Göran aftur

"Náum aftur í Sven" - segir Steve Coppell
"Náum aftur í Sven" - segir Steve Coppell NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Reading, kom í morgun með áhugaverðustu tillöguna til þessa um það hver eigi að taka við enska landsliðinu af Steve McClaren. Sjálfan Sven-Göran Eriksson.

Sven-Göran er í dag líklega ólíklegasti maðurinn í heiminum til að taka við enska landsliðinu - fyrir utan kannski Steve McClaren - en Coppell segir að ef Eriksson hefði ekki gegnt starfinu áður, væri hann besti kandídatinn í starfið.

"Sven hefur þegar sýnt hvað hann er frábær knattspyrnustjóri og það er dálítið kaldhæðnislegt í augnablikinu. Ef hann hefði ekki þegar þjálfað liðið, væri hann að mínu mati fullkominn í starfið. Hann hefur allt sem til þarf eins og hungur fyrir leiknum og góðan árangur í Evrópu. Þó hann sé ekki alltaf brjálaður á hliðarlínunni, þýðir ekki að hann hafi ekki ástríðu fyrir leiknum. Það hvað hann er rólegur segir mér hvað hann er yfirvegaður og góður stjóri," sagði Coppell - sem reyndar hefur sjálfur verið orðaður við stöðuna en blæs á þann orðróm.

Þetta eru nokkuð áhugaverð ummæli frá Coppell, ekki síst í ljósi þess að lið hans Reading sækir Manchester City heim í úrvalsdeildinni á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×