Enski boltinn

John O´Shea framlengir við United

John O´Shea hefur verið mikilvæg varaskeifa í liði Ferguson undanfarin ár
John O´Shea hefur verið mikilvæg varaskeifa í liði Ferguson undanfarin ár NordicPhotos/GettyImages

Írski landsliðsmaðurinn John O´Shea hefur framlengt núgildandi samning sinn við Englandsmeistara Manchester United til ársins 2012. O´Shea er 26 ára gamall en er þegar orðinn einn af reyndari leikmönnum liðsins.

Sir Alex Ferguson var ánægður með að halda piltinum áfram. "John er uppalinn hjá félaginu og er að mínu mati orðinn einn reyndasti leikmaðurinn í hópnum. Hann hefur sannað það með eljusemi sinni og hugarfari að hann er liðinu mikill fengur," sagði stjórinn.

"Ég er búinn að vera hérna síðan ég var 17 ára og það er draumur að spila fyrir svona gott félag. Ég vona að ég nái að næla í fleiri titla í tíð minni hér í framtíðinni með þessu unga og spennandi liði og mig langar að þakka starfsfólkinu, stjóranum, leikmönnunum og stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn," sagði O´Shea. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×