Enski boltinn

Rooney á undan áætlun

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Man Utd í ensku úrvalsdeildinni, segist vonast til að Wayne Rooney komi við sögu í leik liðsins gegn Fulham þann 3. desember þar sem bati hans eftir ökklameiðsli hefur verið skjótari en við var búist.

Rooney meiddist á æfingasvæði United fyrir um hálfum mánuði og missti fyrir vikið af mikilvægum lokaleik Englendinga í undankeppni EM.

Í fyrstu var óttast að Rooney yrði frá keppni í um mánuð, en Ferguson hefur trú á því að það verði eitthvað styttri tími.

"Ég held að Rooney muni örugglega koma með okkur í Fulham-leikinn. Hann er farinn að hlaupa og þó hann verði ekki með gegn Bolton og Sporting, hugsa ég að hann nái leiknum við Fulham," sagði Ferguson.

Rooney var búinn að vera sjóðandi heitur áður en hann meiddist og hafði skorað 8 mörk í 7 leikjum áður en ökklinn gaf sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×