Enski boltinn

Bruce tekinn við Wigan

NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce hefur nú loksins verið kynntur formlega til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Bruce var áður stjóri Birmingham í sex ár.

Samningar náðust milli félaganna fyrir nokkrum dögum, en málið tafðist vegna deilna milli Bruce og Birmingham um lokagreiðslur tengdar samningi hans.

Bruce stýrði liði Wigan í skamman tíma árið 2001 áður en hann tók við Birmingham og reiknað er með því að hann taki til starfa hjá nýja félaginu á mánudaginn.

Fregnir herma að Bruce muni fá allt að 15 milljónir punda til leikmannakaupa í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnast í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×