Erlent

Óttast um móður yfirgefnu stúlkunnar

Óttast er um afdrif móður stúlkunnar sem var skilin eftir á brautarpalli í Melbourne í Ástralíu nýlega. Leitað er að föðurnum um allan heim. Pabbinn sem skildi fjögurra ára dóttur sína, Qian Xun Xue, eftir á brautarpalli í Melbourne er enn ekki kominn fram, þó leitað sé um allan heim.

Hann er talinn hafa farið til Bandaríkjanna.

En nú er óttast um móður stúlkunnar, því hún ferðaðist ekki með feðginunum til Ástralíu og fjölskylduhúsið heima í Auckland í Nýjasjálandi var mannlaust þegar lögregla kom að.

Lögregla hefur miklar áhyggjur af móður stúlkunnar, Anni, því undanfarna tólf mánuðu hefur þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni vegna heimilisofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×