Enski boltinn

Wenger að skoða miðjumann Sevilla

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wenger er alltaf með augun opin fyrir ungum og efnilegum leikmönnum.
Wenger er alltaf með augun opin fyrir ungum og efnilegum leikmönnum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er mikill aðdáandi Diego Capel sem leikur með Sevilla á Spáni. Capel er miðjumaður fæddur 1988 og hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína í byrjun tímabils.

Capel hefur verið notaður sem varamaður fyrir brasilíska vængmanninn Adriano. Hann er samningsbundinn Sevilla til 2011 en í samningi hans er klásúla um að hann geti farið fyrir átta milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×