Enski boltinn

Kenyon: Mourinho er lykill að árangri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Kenyon er sannfærður um að þessi maður sé sá eini rétti fyrir Chelsea.
Peter Kenyon er sannfærður um að þessi maður sé sá eini rétti fyrir Chelsea.

Peter Kenyon, stjórnarmaður Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sé stór hluti af framtíðaráætlunum félagsins. „Það er nóg af umræðum í gangi um að ef við vinnum ekki þá verði Mourinho rekinn. Þannig hugsum við þó ekki," sagði Kenyon.

„Til að komast á hæsta stall þá verðum við að vinna tvo Evróputitla yfir tíu ára tímabil. Við munum vinna Meistaradeildina, það er bara spurning hvenær við gerum það," sagði Kenyon sem var á sínum tíma í æðsta valdahring Manchester United.

Kenyon á sóran þátt í því að hafa fengið Mourinho til Chelsea og segir að hann hafi ekki kynnst knattsapyrnustjóra sem er líkari Sir Alex Ferguson í starfi. Kenyon telur að þorsti Mourinho í árangur muni skila Chelsea í hæstu hæðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×