Innlent

Hefur áhyggjur af þróun sjávarútvegsins

Kristján Möller alþingismaður lýsir yfir áhyggjum af þróun sjávarútvegs hér á landi þar sem Engey, stærsta skip flotans, er á förum og nýlega var öllum skipverjum Brettings NS sagt upp störfum.

HB Grandi, sem er ein af stærri útgerðunum, virðist í mikilli uppstokkun um þessar mundir en í byrjun desember ákvað fyrirtækið að hætta útgerð ísfisktogarans Brettings NS sem gerður er út frá Vopnafirði. Allri áhöfn skipsins hefur verið sagt upp, alls sextán manns. Eins hefur fimmtíu skipverjum á Engeynni, flaggskipi flotans verið sagt upp störfum.

HB Grandi, sem er ein af stærri útgerðunum, virðist í mikilli uppstokkun um þessar mundir en í byrjun desember ákvað fyrirtækið að hætta útgerð ísfisktogarans Brettings NS sem gerður er út frá Vopnafirði. Allri áhöfn skipsins hefur verið sagt upp, alls sextán manns. Eins hefur fimmtíu skipverjum á Engeynni, flaggskipi flotans verið sagt upp störfum.

Kristján Möller alþingismaður segist hafa áhyggjur af þessari þróun og segist spyrja sig hvers vegna þessar breytingar séu gerðar og hvað sé að verða um íslenska sjávarútveg. Í því samhengi bendir Kristján á útgerðir sem ganga vel eins og Samherja, Brim og Síldarvinnsluna og því telur hann nauðsynlegt að kafað verði nánar í af hverju aðrir geti ekki gert slíkt hið sama. Og hann segist spyrja sig að því hvað HB Grandi ætli að gera við aflaheimildir Engeynnar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×