Innlent

Landsvirkjun greiðir hálfan milljarð í arð til ríkisins

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson. MYNDHari

Samþykkt var á aðalfundi Landsvirkjunar að greiða hálfan milljarð í arð til eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkisins. Á fundinum urðu einnig þær breytingar á stjórn að Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogsm tók við af Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni sem stjórnarformaður Landsvirkjunar en aðrir í stjórn voru endurkjörnir.

Jóhannes Geir hefur stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár og á síðasta stjórnarfundi sínum sagðist hann gjarnan vilja sitja í stjórninni í eitt ár í viðbót og þannig fylgja Kárahnjúkaverkefninu eftir fram yfir gangsetningu virkjunarinnar síðar á þessu ári.

Þá sagðist Jóhannes eindregið þeirrar skoðunar að virkjunin, og það sem henni fylgir, ætti eftir að sanna sig sem eitt mesta heillasporið í framkvæmda- og atvinnusögu Íslendinga í seinni tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×