Innlent

Fjórir mótmælendur í haldi lögreglu eftir mótmæli á Snorrabraut í kvöld

MYND/Sigurjón

Fjórir mótmælendur eru í haldi lögreglunnar eftir mótmæli hópsins Saving Iceland á Snorrabrautinni í dag og kvöld. Hópurinn lagði af stað frá Perlunni klukkan fimm í mótmælagöngu sína og lá leið þeirra niður í miðbæ. Hann hafði ekki fengið leyfi fyrir göngunni og gangan hafði truflandi áhrif á gangandi vegfarendur og ökumenn.

Þegar lögreglan hugðist handtaka bílstjóra bílsins sem fór fyrir göngunni þá æstust leikar og bílstjórinn og þrír til viðbótar voru þá handteknir. Lögreglubíll skemmdist töluvert í æsingnum þegar að einn mótmælenda reyndi að rífa upp hurð bílsins.

Bæði Íslendingar og útlendingar voru á meðal þeirra sem handteknir voru og verða skýrslur teknar af þeim í kvöld. Lögregla býst við því að þeim verði sleppt að skýrslutöku lokinni. Þeir eiga yfir höfði sér ákærur fyrir skemmdarverk og að hindra lögregluþjóna við störf sín.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.