Innlent

Flýgur heim í kvöld í einkaflugvél

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Nítján ára íslenskur karlmaður sem slasaðist þegar hann fór út um glugga á annarri hæð hótels í Amsterdam verður fluttur heim til Íslands með einkaflugvél í kvöld. Pilturinn var undir áhrifum ofskynjunarsveppa þegar atvikið átti sér stað.

Ungi maðurinn var staddur í Amsterdam í Hollandi ásamt félaga sínum en þar ætluðu þeir að dvelja í viku. Síðastliðinn föstudag neyttu félagarnir sveppa og fékk maðurinn þá ofskynjanir og fannst einhver vera að elta sig. Í miðri vímunni kastaði hann sér svo út um glugga hótelherberginu sem var á annarri hæð. Eftir að hann lenti á stéttinni reyndi hann að skríða aftur inn á hótelið en gat það ekki sökum áverka.

Maðurinn hæl og ristarbrotnaði á báðum fótum og þurfti að gangast undir aðgerðir á sjúkrahúsi í borginni. Faðir unga mannsins flaug út til að vera hjá honum.

Þegar grunur er um að áfengi eða vímuefna hafi verið neytt þegar slys verður geta tryggingar fallið úr gildi. Tryggingar mannsins borga því ekki flutning hans heim en flytja þarf hann á sjúkrabörum. Faðir unga mannsins hefur unnið að því síðustu daga að koma syni sínum heim. Með hjálp vina og ættingja tókst fá einkaflugvél sem flýgur út eftir honum í kvöld og verður íslenskur læknir eða hjúkrunarfræðingur með í för.

Nokkrir einstaklingar hafa leitað til á bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahús með alvarlegar eitranir eftir að hafa neytt sveppa sem þeir fundu úti í náttúrunni. Sumar af vægari sveppaeitrunum geta valdið geðrænum truflunum eins og ofskynjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×