Innlent

Stórfyrirtæki áhugasöm um netþjónabú á Íslandi

Orkuveitan Reykjavíkur
Orkuveitan Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur á í viðræðum við tvö erlend stórfyrirtæki um netþjónabú á Íslandi. Rysjótt veðurfar er meðal þess sem gerir Ísland að fýsilegum kosti fyrir slík tölvubú.

Fyrirtækið Data Íslandia áformar að reisa tíu gagnageymslur hér á næstu tveimur árum. Geymslurnar eiga að skapa 200 störf. Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom auk nokkurra minni fyrirtækja, hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Þau eiga það sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki.

Tvö fyrirtæki hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna möguleikann á uppsetningu netþjónabúa. Stjórnarformaður Orkuveitunnar heimsótti höfuðstöðvar Cisco í Sílikondal nýverið til að kanna hvort þetta væri raunhæfur möguleiki.

möguleikann á uppsetningu netþjónabúa. Stjórnarformaður Orkuveitunnar heimsótti höfuðstöðvar Cisco í Sílikondal nýverið til að kanna hvort þetta væri raunhæfur möguleiki.

Enn er óljóst hversu mörg bú gætu verið í pípunum og hve mörg störf yrðu til.

Helsti gallinn er hins vegar fjarlægð frá mörkuðum en ríkisstjórnin er að undirbúa nýjan sæstreng sem er grundvallaratriði ef farið verður út í umfangsmiklar framkvæmdir á þessu sviði. En þetta er orkufrek starfsemi, tíu geymslur þyrftu um 100 megavött af rafmagni, til samanburðar er Alcan nú með samning upp á 335 megavött.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×