Innlent

Biðlistum á BUGL útrýmt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á BUGL ásamt starfsfólki deildarinnar.
Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á BUGL ásamt starfsfólki deildarinnar. Mynd/ Pjetur Sigurðsson

Hundrað og fimmtíu milljónum króna verður varið á næstu átján mánuðum í að stórauka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í geðheilbrigðismálum barna á blaðamannafundi á BUGL í dag.

Gert er ráð fyrir að auka aðgengi barna og unglinga að sjálfstætt starfandi barnageðlæknum, og sálfræðingum með því að heilbrigðisráðuneytið geri samninga um þjónustu þeirra. Starfsfólki á BUGL verður fjölgað og þannig reynt að koma starfsemi deildarinnar í jafnvægi. Þá verður hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun á sviði forvarna um geðvernd barna og ungmenna til lengri tíma.

Úttekt á starfssemi og stjórnun BUGL verður gerð og á grundvelli hennar verða teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag og rekstrarform deildarinnar.

Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið í nánu samstarfi við fagaðila svo sem starfsfólk á barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss og Miðstöðvar heilsuverndar barna að þeim hugmyndum sem kynntar voru í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×