Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa 16. ágúst 2007 16:15 Veitingamenn vilja að lögreglan sé sýnilegri í miðbænum um helgar. MYND/HJ Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá." Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá."
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira