Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa 16. ágúst 2007 16:15 Veitingamenn vilja að lögreglan sé sýnilegri í miðbænum um helgar. MYND/HJ Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá." Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá."
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira