Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa 16. ágúst 2007 16:15 Veitingamenn vilja að lögreglan sé sýnilegri í miðbænum um helgar. MYND/HJ Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira