Skiptar skoðanir um styttingu afgreiðslutíma veitingahúsa 16. ágúst 2007 16:15 Veitingamenn vilja að lögreglan sé sýnilegri í miðbænum um helgar. MYND/HJ Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá." Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal veitingahúsamanna í miðbæ Reykjavíkur um ágæti þess að stytta afgreiðslutíma veitingahúsa. Allir eru þó sammála um að lögreglan þurfi að vera sýnilegri. Borgarráð Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að endurskoða útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða. „Ég er hlynntur því að stytta afgreiðslutíma," sagði Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi skemmtistaðanna Café Oliver, Barinn og Q-Bar, í samtali við Vísi. „Eftir klukkan fjögur er fólk oftar en ekki orðið mjög drukkið og almennt er meira um ólæti." Endurskoða á útgáfufjölda vínveitingaleyfa og afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum meðal annars til að sporna gegn ofbeldi. Borgarráð Reykjavíkurborgar fundaði með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, um málið í morgun. Stefán hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji stytta afgreiðslutíma og draga úr samþjöppun veitingastaða í miðborginni. Hann boðar aukið eftirlit í miðbænum. Haft var eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra, í hádegisfréttum Stöðvar 2 að nauðsynlegt sé að lögregla, borgaryfirvöld og rekstraraðilar vinni saman að málefnum miðbæjarins. Ari Schröder, rekstrarstjóri Café Amsterdam, sagðist í samtali við Vísi vera á móti styttingu afgreiðslutíma. Telur hann enga lausn felast í slíkum aðgerðum þar sem ölvunin muni einfaldlega færast frá miðborginni inn í íbúðarhverfin. „Það sem vantar fyrst og fremst er að lögreglan sé sýnilegri. Þá má einnig skoða að lengja afgreiðslutíma á fimmtudögum til að draga úr álagi um helgar." Í sama streng tekur Emil Ólafsson, skemmtanastjóri á Thorvaldssen. Hann telur að það verði skref aftur á bak að stytta afgreiðslutíma á ný. „Veitingamenn eiga ráða því sjálfir hversu lengi þeir vilja hafa opið. Áður fyrr þegar allir staðir lokuðu á sama tíma fylltist miðbærinn af ölvuðu fólki og oft mikið um ólæti." Emil telur nauðsynlegt að endurskipuleggja leigubílakerfið í miðbænum. Meðal annars bjóða upp á fleiri staði þar sem fólk getur tekið leigubíl með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í miðbænum. „Lögreglan mætti líka vera sýnilegri og ganga meira um á meðal fólksins í stað þess að keyra bara framhjá."
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira