Íslenskir ráðherrar axla sjaldan ábyrgð 16. ágúst 2007 14:37 Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Steingrímur var harðlega gagnrýndur í svokallaða Grænubaunamáli. MYND/Stöð2 Aðeins tvisvar frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur það gerst að íslenskur ráðherra hefur sagt af sér í kjölfar gagnrýni. Á sama tíma þykja smámál á borð við ógreidd afnotagjöld af sjónvarpi vera nægt tilefni til afsagnar ráðherra í nágrannaríkjum okkar. Stjórnmálafræðingur telur að ráðherraábyrgð í íslenskum lögum sé ekki nægjanlega skýr og lítil hefð sé fyrir því að menn segi af sér. „Það er mun algengara á meginlandi Evrópu að ráðherrar axli ábyrgð," sagði Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, í samtali við Vísi. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Menn hafa sagt af sér vegna siðferðisbrests í persónulegu lífi en líka axlað ábyrgð af verkum undirmanna sinna. Á Íslandi tíðkast hins vegar ekki að ráðherrar taki á sig ábyrgð síns málaflokks." Hávær krafa hefur verið uppi um ábyrgð í máli Grímseyjarferjunnar en kostnaður vegna hennar fór langt fram yfir upphaflega áætlun. Enn sem komið er hefur aðeins Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, lýst yfir ábyrgð í málinu. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Þá sagði einnig Albert Guðmundsson af sér sem fjármálaráðherra á níunda áratugnum.„Ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð“Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra. Gaf ekki uppi til skatts greiðslur sem fyrirtæki hans fékk frá Hafskip.Mörgum sinnum hefur það þó komið fyrir á undanförnum árum að ráðherrar hafa verið krafðir um afsögn vegna umdeildra mála. Árið 2003 úrskurðaði Kærunefnd jafnréttismála að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara í stað Hjördísar B. Hákonardóttur. Mörgum þótti úrskurður Kærunefndar jafnréttismála vera mikill áfellisdómur yfir Birni og vildu að hann segði af sér. Björn svaraði hins vegar á þá leið að nefndin væri „barn síns tíma."Þá varð Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir harðri gagnrýni vegna Byrgismálsins. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, krafði Framsóknarflokkinn um ábyrgð vegna málsins á Alþingi í janúar á þessu ári. „Þetta eru dýr afglöp og ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð[...]" sagði Lúðvík.Árið 1988 var Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota. Þá varð Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, uppvís að ólöglegum lundaveiðum í Grímsey í fyrra án þess að hafa tilskilin veiðileyfi. Hvorugur þeirra taldi þó þörf á að segja af sér.Ráðherrar sitja fast á ÍslandiBjörn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Braut jafnréttislög í ráðningu hæstaréttardómara árið 2003.Til samanburðar má nefna að á síðasta ári sögðu tveir sænskir ráðherrar af sér eftir að upp komst að þeir hefðu komið sér hjá því að greiða afnotagjöld sjónvarps. Þá er ekki langt síðan að samgönguráðherra Spánar sagði af sér eftir að viðhaldsskortur olli því að brú hrundi.Einar Mar segir hefð og óskýr lög varðandi ábyrgð ráðherra valda því að íslenskir ráðherrar segi síður af sér en starfsbræður þeirra erlendis. „Hér er ekki hefð fyrir því að menn segi af sér. Menn sitja mjög fast í sínum stólum og bíða eftir því að málið gangi yfir. Það eru engin merki um það að þetta eigi eftir að breytast í náinni framtíð." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Aðeins tvisvar frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur það gerst að íslenskur ráðherra hefur sagt af sér í kjölfar gagnrýni. Á sama tíma þykja smámál á borð við ógreidd afnotagjöld af sjónvarpi vera nægt tilefni til afsagnar ráðherra í nágrannaríkjum okkar. Stjórnmálafræðingur telur að ráðherraábyrgð í íslenskum lögum sé ekki nægjanlega skýr og lítil hefð sé fyrir því að menn segi af sér. „Það er mun algengara á meginlandi Evrópu að ráðherrar axli ábyrgð," sagði Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, í samtali við Vísi. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Menn hafa sagt af sér vegna siðferðisbrests í persónulegu lífi en líka axlað ábyrgð af verkum undirmanna sinna. Á Íslandi tíðkast hins vegar ekki að ráðherrar taki á sig ábyrgð síns málaflokks." Hávær krafa hefur verið uppi um ábyrgð í máli Grímseyjarferjunnar en kostnaður vegna hennar fór langt fram yfir upphaflega áætlun. Enn sem komið er hefur aðeins Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, lýst yfir ábyrgð í málinu. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Þá sagði einnig Albert Guðmundsson af sér sem fjármálaráðherra á níunda áratugnum.„Ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð“Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra. Gaf ekki uppi til skatts greiðslur sem fyrirtæki hans fékk frá Hafskip.Mörgum sinnum hefur það þó komið fyrir á undanförnum árum að ráðherrar hafa verið krafðir um afsögn vegna umdeildra mála. Árið 2003 úrskurðaði Kærunefnd jafnréttismála að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara í stað Hjördísar B. Hákonardóttur. Mörgum þótti úrskurður Kærunefndar jafnréttismála vera mikill áfellisdómur yfir Birni og vildu að hann segði af sér. Björn svaraði hins vegar á þá leið að nefndin væri „barn síns tíma."Þá varð Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir harðri gagnrýni vegna Byrgismálsins. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, krafði Framsóknarflokkinn um ábyrgð vegna málsins á Alþingi í janúar á þessu ári. „Þetta eru dýr afglöp og ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð[...]" sagði Lúðvík.Árið 1988 var Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota. Þá varð Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, uppvís að ólöglegum lundaveiðum í Grímsey í fyrra án þess að hafa tilskilin veiðileyfi. Hvorugur þeirra taldi þó þörf á að segja af sér.Ráðherrar sitja fast á ÍslandiBjörn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Braut jafnréttislög í ráðningu hæstaréttardómara árið 2003.Til samanburðar má nefna að á síðasta ári sögðu tveir sænskir ráðherrar af sér eftir að upp komst að þeir hefðu komið sér hjá því að greiða afnotagjöld sjónvarps. Þá er ekki langt síðan að samgönguráðherra Spánar sagði af sér eftir að viðhaldsskortur olli því að brú hrundi.Einar Mar segir hefð og óskýr lög varðandi ábyrgð ráðherra valda því að íslenskir ráðherrar segi síður af sér en starfsbræður þeirra erlendis. „Hér er ekki hefð fyrir því að menn segi af sér. Menn sitja mjög fast í sínum stólum og bíða eftir því að málið gangi yfir. Það eru engin merki um það að þetta eigi eftir að breytast í náinni framtíð."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira