Íslenskir ráðherrar axla sjaldan ábyrgð 16. ágúst 2007 14:37 Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Steingrímur var harðlega gagnrýndur í svokallaða Grænubaunamáli. MYND/Stöð2 Aðeins tvisvar frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur það gerst að íslenskur ráðherra hefur sagt af sér í kjölfar gagnrýni. Á sama tíma þykja smámál á borð við ógreidd afnotagjöld af sjónvarpi vera nægt tilefni til afsagnar ráðherra í nágrannaríkjum okkar. Stjórnmálafræðingur telur að ráðherraábyrgð í íslenskum lögum sé ekki nægjanlega skýr og lítil hefð sé fyrir því að menn segi af sér. „Það er mun algengara á meginlandi Evrópu að ráðherrar axli ábyrgð," sagði Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, í samtali við Vísi. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Menn hafa sagt af sér vegna siðferðisbrests í persónulegu lífi en líka axlað ábyrgð af verkum undirmanna sinna. Á Íslandi tíðkast hins vegar ekki að ráðherrar taki á sig ábyrgð síns málaflokks." Hávær krafa hefur verið uppi um ábyrgð í máli Grímseyjarferjunnar en kostnaður vegna hennar fór langt fram yfir upphaflega áætlun. Enn sem komið er hefur aðeins Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, lýst yfir ábyrgð í málinu. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Þá sagði einnig Albert Guðmundsson af sér sem fjármálaráðherra á níunda áratugnum.„Ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð“Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra. Gaf ekki uppi til skatts greiðslur sem fyrirtæki hans fékk frá Hafskip.Mörgum sinnum hefur það þó komið fyrir á undanförnum árum að ráðherrar hafa verið krafðir um afsögn vegna umdeildra mála. Árið 2003 úrskurðaði Kærunefnd jafnréttismála að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara í stað Hjördísar B. Hákonardóttur. Mörgum þótti úrskurður Kærunefndar jafnréttismála vera mikill áfellisdómur yfir Birni og vildu að hann segði af sér. Björn svaraði hins vegar á þá leið að nefndin væri „barn síns tíma."Þá varð Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir harðri gagnrýni vegna Byrgismálsins. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, krafði Framsóknarflokkinn um ábyrgð vegna málsins á Alþingi í janúar á þessu ári. „Þetta eru dýr afglöp og ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð[...]" sagði Lúðvík.Árið 1988 var Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota. Þá varð Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, uppvís að ólöglegum lundaveiðum í Grímsey í fyrra án þess að hafa tilskilin veiðileyfi. Hvorugur þeirra taldi þó þörf á að segja af sér.Ráðherrar sitja fast á ÍslandiBjörn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Braut jafnréttislög í ráðningu hæstaréttardómara árið 2003.Til samanburðar má nefna að á síðasta ári sögðu tveir sænskir ráðherrar af sér eftir að upp komst að þeir hefðu komið sér hjá því að greiða afnotagjöld sjónvarps. Þá er ekki langt síðan að samgönguráðherra Spánar sagði af sér eftir að viðhaldsskortur olli því að brú hrundi.Einar Mar segir hefð og óskýr lög varðandi ábyrgð ráðherra valda því að íslenskir ráðherrar segi síður af sér en starfsbræður þeirra erlendis. „Hér er ekki hefð fyrir því að menn segi af sér. Menn sitja mjög fast í sínum stólum og bíða eftir því að málið gangi yfir. Það eru engin merki um það að þetta eigi eftir að breytast í náinni framtíð." Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Aðeins tvisvar frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur það gerst að íslenskur ráðherra hefur sagt af sér í kjölfar gagnrýni. Á sama tíma þykja smámál á borð við ógreidd afnotagjöld af sjónvarpi vera nægt tilefni til afsagnar ráðherra í nágrannaríkjum okkar. Stjórnmálafræðingur telur að ráðherraábyrgð í íslenskum lögum sé ekki nægjanlega skýr og lítil hefð sé fyrir því að menn segi af sér. „Það er mun algengara á meginlandi Evrópu að ráðherrar axli ábyrgð," sagði Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, í samtali við Vísi. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Menn hafa sagt af sér vegna siðferðisbrests í persónulegu lífi en líka axlað ábyrgð af verkum undirmanna sinna. Á Íslandi tíðkast hins vegar ekki að ráðherrar taki á sig ábyrgð síns málaflokks." Hávær krafa hefur verið uppi um ábyrgð í máli Grímseyjarferjunnar en kostnaður vegna hennar fór langt fram yfir upphaflega áætlun. Enn sem komið er hefur aðeins Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, lýst yfir ábyrgð í málinu. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Þá sagði einnig Albert Guðmundsson af sér sem fjármálaráðherra á níunda áratugnum.„Ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð“Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra. Gaf ekki uppi til skatts greiðslur sem fyrirtæki hans fékk frá Hafskip.Mörgum sinnum hefur það þó komið fyrir á undanförnum árum að ráðherrar hafa verið krafðir um afsögn vegna umdeildra mála. Árið 2003 úrskurðaði Kærunefnd jafnréttismála að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara í stað Hjördísar B. Hákonardóttur. Mörgum þótti úrskurður Kærunefndar jafnréttismála vera mikill áfellisdómur yfir Birni og vildu að hann segði af sér. Björn svaraði hins vegar á þá leið að nefndin væri „barn síns tíma."Þá varð Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir harðri gagnrýni vegna Byrgismálsins. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, krafði Framsóknarflokkinn um ábyrgð vegna málsins á Alþingi í janúar á þessu ári. „Þetta eru dýr afglöp og ýmsir þurfa að bera mikla ábyrgð[...]" sagði Lúðvík.Árið 1988 var Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota. Þá varð Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, uppvís að ólöglegum lundaveiðum í Grímsey í fyrra án þess að hafa tilskilin veiðileyfi. Hvorugur þeirra taldi þó þörf á að segja af sér.Ráðherrar sitja fast á ÍslandiBjörn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Braut jafnréttislög í ráðningu hæstaréttardómara árið 2003.Til samanburðar má nefna að á síðasta ári sögðu tveir sænskir ráðherrar af sér eftir að upp komst að þeir hefðu komið sér hjá því að greiða afnotagjöld sjónvarps. Þá er ekki langt síðan að samgönguráðherra Spánar sagði af sér eftir að viðhaldsskortur olli því að brú hrundi.Einar Mar segir hefð og óskýr lög varðandi ábyrgð ráðherra valda því að íslenskir ráðherrar segi síður af sér en starfsbræður þeirra erlendis. „Hér er ekki hefð fyrir því að menn segi af sér. Menn sitja mjög fast í sínum stólum og bíða eftir því að málið gangi yfir. Það eru engin merki um það að þetta eigi eftir að breytast í náinni framtíð."
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira