Innlent

Samkomulag við NATO um loftferðaeftirlit enn ófrágengið

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að enn sé ófrágengið samkomulag við Atlantshafsbandalagið um loftferðaeftirlit við Ísland. Það sé til viðræðu á vettvangi bandalagsins og ótengt samkomulaginu um öryggis- og varnarmál á friðartímum sem undirritað verður við Dani og Norðmenn í Ósló á morgun.

Fyrr í mánuðinum var Reymond Henault, formaður hermálanefndar NATO, staddur hér á landi og átti fund með utanríkisráðherra. Hann sagðist eiga von á að áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland yrði frágengin hið fyrsta og það gæti hafist eigi síðar en í sumarlok.

Farið hefði verið fram á það við höfuðstöðvar Evrópuherstjórnar NATO að koma með tillögur um hvernig gæta megi lofthelgi Íslands nú þegar Bandríkjamenn hefðu ekki viðbúnað hér á landi.

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir þetta mál í athugun hjá NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×