Innlent

Lögreglan rannsakar enn brunann við Grettisgötu

MYND/Daníel Rúnarsson

Lögreglan rannsakar enn brunann við Grettisgötu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stendur rannsókn enn yfir. Engin vitni hafa komið fram og ekki hefur spurst til grunsamlegra mannaferða í kringum húsið áður en eldsins varð vart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×