Innlent

Tillaga um val presta vísað til biskups og kenningarnefndar

Fulltrúar á prestastefnu sem fram fer á Húsavík felldu tillögu hóps presta og guðfræðinga á stefnunni um að farið yrði fram á það við Alþingi að breyta lögum þannig að prestar fengju heimild til vígja samkynhneigð pör í hjónaband. Tillagan var felld með nokkrum yfirburðum.

Hins vegar kom fram önnur tillaga á fundinum þar sem lagt var til að þeir prestar sem það kjósi verði vígslumenn samkynheigðra. Þeirri tillögu ar vísað til biskups og kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar.

Álit kenningarnefndar sem lá fyrir fundinum um að prestar fái heimild til frambúðar til að blessa samvist samkynhneigðra var samþykkt en prestar hafa haft þann rétt í um ár. Ekki liggur fyrir hvenær fundinum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×