Innlent

Taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Iceland Express ætlar að taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en félagið stefnir að því að hefja innanlandsflug á næsta ári. Samgönguráðherra fagnar samkeppninni.

Flugfélagið Iceland Express tilkynnti fyrir helgi að félagið áformaði að hefja innanlands- og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli á næsta ári. Skilyrði er þó að félagið fái úthlutað lóð fyrir flugstöð og flughal.

Fulltrúar félagsins hafa fundað með Kristjáni L. Möller samgönguráðherra vegna málsins. Kristján fagnar aukinni samkeppni í innanlandsflugi og segir að Iceland Express fái aðstöðu í fyrirhugaðri samgöngumiðstöð.

Fulltrúar félagsins funduð í dag með Flugstoðum og var þar ákveðið að félagið muni taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar en hún er á áætlun árið 2009. Iceland Express og Flugstoðir reyna nú að finna út hvar félagið geti fengið aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll strax á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×