Innlent

Öryggi vega kortlagt

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Íslendingar ættu að geta skipulagt ferðir sínar um landið út frá öryggi vega innan skamms. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa hafa gert úttekt á öryggi vega landsins og munu halda því áfram í sumar.

Samningur milli FÍB og Umferðarstofu vegna verkefnisins var undirritaður í dag. Verkefnið gengur út á að kortleggja vegi og gefa þeim stjörnur út frá öryggi þeirra. Verkefnið hófst á síðasta ári en og hefur fyrsta skýrslan verið birt sem felur í sér mat á nokkrum fjölförnum þjóðvegum.

Verkefnið er unnið undir merkjum EuroRAP sem eru samtök 25 bifreiðaeigendafélaga í jafnmörgum löndum Evrópu. Sambærilegar úttektir hafa verið unnar víða í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×