Lífið

Branson tekinn út

Breski auðjöfurinn fór með feluhlutverk í James Bond-myndinni Casino Royale.
Breski auðjöfurinn fór með feluhlutverk í James Bond-myndinni Casino Royale.

Breska flugfélagið British Airways hefur klippt út atriði með eiganda samkeppnisaðilans Virgin Atlantic, Sir Richard Branson, úr James Bond-myndinni Casino Royale.

Í atriðinu sést Branson ganga í gegnum öryggishlið á flugvelli. Fannst yfirmönnum British Airways ekki við hæfi að sýna atriðið í flugvélum sínum og ákváðu að klippa það út. Einnig létu þeir skyggja yfir merki Virgin í öðru atriði þar sem flugvél fyrirtækisins sést í bakgrunni.

Branson fékk feluhlutverkið eftir að hann lánaði flugvél sína fyrir tökur myndarinnar.

„Við höfum fullan rétt á að klippa myndir og mörgum þeirra er breytt á einhvern hátt um borð,“ sagði talsmaður British Airways. Talsmaður Virgin var ekki á sama máli: „Við teljum að farþegar eigi að fá að sjá alla myndina og ekkert annað.“

British Airways og Virgin Atlantic hafa háð harða samkeppni síðan Virgin fór fyrst að fljúga yfir Atlantshafið árið 1984 og sér ekki fyrir endann á henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.