Fótbolti

Vopnahlé hjá KSÍ og SÍ

Það rigndi hressilega á laugardaginn og líklega enn meira í kvöld
Það rigndi hressilega á laugardaginn og líklega enn meira í kvöld Mynd/Eyþór

Knattspyrnusamband Íslands og Samtök Íþróttafréttamanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna aðstöðu íþróttaafréttamanna á Laugardalsvelli. Í yfirlýsingunni harmar KSÍ þá aðstöðu sem fréttamönnum var boðið upp á í landsleiknum gegn Spánverjum um helgina.

Yfirlýsingin er hér fyrir neðan:

Í kjölfar undangenginnar umræðu um aðstöðu íþróttafréttamanna á Laugardalsvelli s.l. laugardag vilja KSÍ og SÍ koma eftirfarandi á framfæri.

KSÍ hefur ekki að öllu leyti lokið framkvæmdum við aðstöðu fréttamanna á Laugardalsvelli og harmar að aðstæður íþróttafréttamanna voru ekki eins og best verður á kosið en unnið verður að frekari endurbótum á næstunni. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að úr aðstöðu verði bætt eftir kostum fyrir leik Íslands og Norður Írlands síðar í dag.

KSÍ og SÍ munu taka upp viðræður í framhaldinu um aðstöðu íþróttafréttamanna.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ

Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×