Fótbolti

Svíar hafa trú á íslenska liðinu

Mynd/Vilhelm
Sænskir knattspyrnuáhugamenn virðast hafa ágæta trú á að íslenska landsliðið standi sig vel gegn Norður-Írum á Laugardalsvellinum í kvöld. Í könnun sem Aftonbladet birti á síðu sinni í dag kemur í ljós að rúmlega þrír af hverjum fjórum svarendum hafa trú á að íslenska liðið nái að minnsta kosti jafntefli. Um 2500 manns tóku þátt í könnuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×