Hver er Juande Ramos? 27. október 2007 21:04 Ramos bíður krefjandi verkefni á Englandi þar sem hann tekur við liði sem er í molum eftir skelfilega byrjun í haust NordicPhotos/GettyImages Juande Ramos náði fínum árangri með lið Sevilla síðustu tvö ár en fær nú það verkefni að beina Tottenham á rétta braut eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. Hér fyrir neðan stiklað á stóru yfir feril Ramos. Juande Ramos heitir réttu nafni Juan de la Cruz Ramos Cano og er 53 ára gamall. Hann var ekki sérlega þekktur þjálfari þegar hann tók við liði Sevilla sem hann gerði að tvöföldum Evrópumeisturum félagsliða. Ramos byrjaði þjálfaraferilinn hjá Elche á Spáni eftir að hafa verið á mála hjá nokkrum liðum í neðrideildunum þar í landi. Fyrsta stóra starfið hans var þegar hann var ráðinn þjálfari Logrones fyrir 12 árum, en hefur líka stýrt B-liði Barcelona og Lleida. Það var samt ekki fyrr en hann tók við Rayo Vallecano sem menn fóru að taka eftir störfum hans, en hann kom þessu litla liði í úthverfi Madrid upp í efstu deild og náði alla leið í fjórðungsúrslit Evrópukeppni félagsliða. Árið 2001 tók Ramos við Betis sem þá var nýfallið úr efstu deild, en hann kom liðinu beint upp aftur. Á sama tíma hrundi lið Rayo og er nú komið niður í þriðju deild á Spáni. Ramos var aðens eitt ár hjá Betis og skipti þaðan yfir í Espanyol. Þar átti hann erfitt uppdráttar og skipti yfir til Mallorca, þar sem hann náði 10. sæti í deildinni leiktíðina 2004-05. Það var fyrst og fremst fyrir störf hans hjá Mallorca sem stjórnarformaður Sevilla, Jose Maria del Nido, ákvað að ráða Ramos til félagsins. Sevilla óx jafnt og þétt undir stjórn Ramos, en undir stjórn forvera hans hafði liðið náð sjötta sætinu í deildinni tvö ár í röð. Þetta var í fyrsta skipti sem Ramos tók við liði sem gat talist á uppleið á ferlinum og hann nýtti tækifærið vel. Hjá Sevilla hafði hann loksins efnivið til að byggja upp gott lið og með blöndu hans af heimamönnum, Suður-Ameríkumönnum og útlendum tæklurum, náði þjálfarinn að setja saman lið sem var blanda af spænskum töktum, ítölsku skipulagi og enskum hraða. Þessi blanda small mjög vel saman hjá Sevilla og Ramos var fljótur að vinna bæði gagnrýnendur, fjölmiðlamenn og stuðningsmenn félegsins á sitt band. Sevilla vann Evrópukeppni félagsliða tvö ár í röð undir stjórn Ramos og voru það fyrstu alvöru titlar félagsins í hátt í sex áratugi. Liðið varð fyrsta liðið í 21 ár til að verja titil sinn í Evrópukeppni félagsliða og í deildinni veitti það Barcelona og Real Madrid mjög góða samkeppni um titilinn allt fram í síðustu umferðirnar. Ramos talar litla ensku, en hefur verið í sérstakri enskukennslu á síðustu misserum. Hann hefur heldur aldrei farið leynt með þá staðreynd að hann óski sér að stýra liði á Englandi og fær nú heldur betur krefjandi verkefni. Stjórn Tottenham hefur ákveðið að taka rækilega til í sínum herbúðum og þar á bæ eru kröfurnar skýrar - liðinu er ætlað að blanda sér í hóp fjögurra bestu á Englandi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Juande Ramos náði fínum árangri með lið Sevilla síðustu tvö ár en fær nú það verkefni að beina Tottenham á rétta braut eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni. Hér fyrir neðan stiklað á stóru yfir feril Ramos. Juande Ramos heitir réttu nafni Juan de la Cruz Ramos Cano og er 53 ára gamall. Hann var ekki sérlega þekktur þjálfari þegar hann tók við liði Sevilla sem hann gerði að tvöföldum Evrópumeisturum félagsliða. Ramos byrjaði þjálfaraferilinn hjá Elche á Spáni eftir að hafa verið á mála hjá nokkrum liðum í neðrideildunum þar í landi. Fyrsta stóra starfið hans var þegar hann var ráðinn þjálfari Logrones fyrir 12 árum, en hefur líka stýrt B-liði Barcelona og Lleida. Það var samt ekki fyrr en hann tók við Rayo Vallecano sem menn fóru að taka eftir störfum hans, en hann kom þessu litla liði í úthverfi Madrid upp í efstu deild og náði alla leið í fjórðungsúrslit Evrópukeppni félagsliða. Árið 2001 tók Ramos við Betis sem þá var nýfallið úr efstu deild, en hann kom liðinu beint upp aftur. Á sama tíma hrundi lið Rayo og er nú komið niður í þriðju deild á Spáni. Ramos var aðens eitt ár hjá Betis og skipti þaðan yfir í Espanyol. Þar átti hann erfitt uppdráttar og skipti yfir til Mallorca, þar sem hann náði 10. sæti í deildinni leiktíðina 2004-05. Það var fyrst og fremst fyrir störf hans hjá Mallorca sem stjórnarformaður Sevilla, Jose Maria del Nido, ákvað að ráða Ramos til félagsins. Sevilla óx jafnt og þétt undir stjórn Ramos, en undir stjórn forvera hans hafði liðið náð sjötta sætinu í deildinni tvö ár í röð. Þetta var í fyrsta skipti sem Ramos tók við liði sem gat talist á uppleið á ferlinum og hann nýtti tækifærið vel. Hjá Sevilla hafði hann loksins efnivið til að byggja upp gott lið og með blöndu hans af heimamönnum, Suður-Ameríkumönnum og útlendum tæklurum, náði þjálfarinn að setja saman lið sem var blanda af spænskum töktum, ítölsku skipulagi og enskum hraða. Þessi blanda small mjög vel saman hjá Sevilla og Ramos var fljótur að vinna bæði gagnrýnendur, fjölmiðlamenn og stuðningsmenn félegsins á sitt band. Sevilla vann Evrópukeppni félagsliða tvö ár í röð undir stjórn Ramos og voru það fyrstu alvöru titlar félagsins í hátt í sex áratugi. Liðið varð fyrsta liðið í 21 ár til að verja titil sinn í Evrópukeppni félagsliða og í deildinni veitti það Barcelona og Real Madrid mjög góða samkeppni um titilinn allt fram í síðustu umferðirnar. Ramos talar litla ensku, en hefur verið í sérstakri enskukennslu á síðustu misserum. Hann hefur heldur aldrei farið leynt með þá staðreynd að hann óski sér að stýra liði á Englandi og fær nú heldur betur krefjandi verkefni. Stjórn Tottenham hefur ákveðið að taka rækilega til í sínum herbúðum og þar á bæ eru kröfurnar skýrar - liðinu er ætlað að blanda sér í hóp fjögurra bestu á Englandi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira