Innlent

Sveik út vörur og gjafakort með stolnu greiðslukorti

Kona á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í fimm mánaða fangesli, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir fjársvik en hún tók greiðslukort ófrjálsri hendi og nýtti það í rúman mánuð í fyrra áður en það var tekið af henni.

Alls voru úttektarfærslur konunnar hjá fyrirtækjum 64 talsins, og nam ein þeirra hundrað þúsund krónum í formi gjafakorts í Kringlunni. Auk þess tók hún í 21 skipti út reiðufé úr hraðbanka með kortinu, samtals um 170 þúsun krónur. Konan játaði skýlaust brot sitt og sagðist hafa misst fótanna eftir sjö ára áfangisbindindi. Hún hefði nú leitað aðstoðar. Við ákvörðun dóms var tekið tillit til þessa og þess að konan samþykkti að greiða skaðabætur vegna málsins. Þær námu samkvæmt dómnum um 700 þúsund krónum, þar af langstærstur hlutinn til rekstarfélags Kringlunnar vegna gjafakortanna sem konan sveik út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×