Innlent

Varar við fjársvikum tengdum erlendum hlutabréfum

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að taka þátt í viðskiptum með hlutabréf erlendis en borið hefur á því að undanförnu að hringt hafi verið í fólk og því boðið hlutabréf í erlendum fyrirtækjum á hagstæðu verði.

Eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar er um að ræða fjársvik og hafa komið upp tilvik þar sem tapast hafa milljónir króna þegar menn hafa látið blekkjast. Segir lögregla þessi fjársvik aukast mjög á meginlandi Evrópu og kallast þar "boiler room fraud" þar sem boðin er til sölu hlutabréf á hagstæðu verði með loforðum um skjótfengin gróða.

Tilboðin geti verið mjög sannfærandi með tilheyrandi tilvísunum á heimasíður viðkomandi fyrirtækja sem mörg hver séu starfandi. Kaupandi fær yfirleitt skriflega staðfestingu fyrir kaupunum á hlutabréfunum sem síðar reynist ekki pappírsins virði. Afar erfitt getur reynst að endurheimta nokkuð af þeim peningum sem menn láta af hendi í þessum viðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×