Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum 27. mars 2007 18:52 Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni.Þessi fimmtán tonna smábátur, Guðmundur Einarsson ÍS, var aflahæstur allra smábáta við Ísland á síðasta fiskveiðiári, með 1510 tonn. Tveir aðrir bátar úr Bolungarvík komu næstir á eftir með litlu minni afla, Hrólfur Einarsson og Sirrý. Aflinn úr veiðiferðinni í gær var hins vegar slíkur að hvorki heimamenn né sérfræðingar á fiskistofu hafa heyrt um þvílíka veiði hjá bát af þessari stærð. Þeir Egill Jónsson og Bjarki Friðbergsson réru út klukkan fimm í gærmorgun og komu að landi um þrjúleytið með sautján tonn um borð og 47 kílóum betur. Aflinn var fenginn á línu, sem vel að merkja, fimm menn í landi beittu, en þeir teljast einnig til áhafnar, en alls réru þeir út með 28 bala af línu.Ellefu fiskikör um borð voru öll kjaftfull, en rúmuðu aðeins innan við helming aflans. Restin af aflanum var dreifð um allan bát og raunar hluti geymdur í hafi því svo drekkhlaðinn var báturinn orðinn að þeir neyddust til að skilja eftir í sjónum 4 bala af línu. Þeir sóttu svo í dag aflann sem þeir skildu eftir í gær og reyndust þar vera tvö tonn til viðbótar. Þeir veiddu því í raun nítján tonn þennan dag. Fiskisagan flaug hratt um bæinn og heimamenn í Bolungarvík flykktust niður á bryggju til sjá ævintýrið með eigin augum. Reyndir menn telja að búast megi við jafnvel enn meiri afla á næstu dögum. Útgerðarfélagið Ós gerir út bátinn en aflinn var seldur á markaði og fengust um eitthundrað krónur fyrir steinbítskílóið, eða samtals um 1,7 milljónir króna. Þessi væna lúða kom einnig með. Það eina sem sjómennirnir kvörtuðu undan var hvað það tók þá langan tíma að landa aflanum.Drekkhlaðnir bátar streyma inn á hafnir á Suðurnesjum, aðallega með þorsk og hafa löndunarmenn ekki undan. Svo mikill er aflinn að í Grindavík lágu nú síðdegis átta bátar í löndunarbið. Þar hafa smábátar einnig verið í mokfiskeríi og landaði Gísli Súrsson 16,9 tonnum í gær, og Auður Vésteinsdóttir og Hraunsvík lönduðu um fimmtán tonnum hvor, en allir eru þessi bátar um fimmtán tonn að stærð. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni.Þessi fimmtán tonna smábátur, Guðmundur Einarsson ÍS, var aflahæstur allra smábáta við Ísland á síðasta fiskveiðiári, með 1510 tonn. Tveir aðrir bátar úr Bolungarvík komu næstir á eftir með litlu minni afla, Hrólfur Einarsson og Sirrý. Aflinn úr veiðiferðinni í gær var hins vegar slíkur að hvorki heimamenn né sérfræðingar á fiskistofu hafa heyrt um þvílíka veiði hjá bát af þessari stærð. Þeir Egill Jónsson og Bjarki Friðbergsson réru út klukkan fimm í gærmorgun og komu að landi um þrjúleytið með sautján tonn um borð og 47 kílóum betur. Aflinn var fenginn á línu, sem vel að merkja, fimm menn í landi beittu, en þeir teljast einnig til áhafnar, en alls réru þeir út með 28 bala af línu.Ellefu fiskikör um borð voru öll kjaftfull, en rúmuðu aðeins innan við helming aflans. Restin af aflanum var dreifð um allan bát og raunar hluti geymdur í hafi því svo drekkhlaðinn var báturinn orðinn að þeir neyddust til að skilja eftir í sjónum 4 bala af línu. Þeir sóttu svo í dag aflann sem þeir skildu eftir í gær og reyndust þar vera tvö tonn til viðbótar. Þeir veiddu því í raun nítján tonn þennan dag. Fiskisagan flaug hratt um bæinn og heimamenn í Bolungarvík flykktust niður á bryggju til sjá ævintýrið með eigin augum. Reyndir menn telja að búast megi við jafnvel enn meiri afla á næstu dögum. Útgerðarfélagið Ós gerir út bátinn en aflinn var seldur á markaði og fengust um eitthundrað krónur fyrir steinbítskílóið, eða samtals um 1,7 milljónir króna. Þessi væna lúða kom einnig með. Það eina sem sjómennirnir kvörtuðu undan var hvað það tók þá langan tíma að landa aflanum.Drekkhlaðnir bátar streyma inn á hafnir á Suðurnesjum, aðallega með þorsk og hafa löndunarmenn ekki undan. Svo mikill er aflinn að í Grindavík lágu nú síðdegis átta bátar í löndunarbið. Þar hafa smábátar einnig verið í mokfiskeríi og landaði Gísli Súrsson 16,9 tonnum í gær, og Auður Vésteinsdóttir og Hraunsvík lönduðu um fimmtán tonnum hvor, en allir eru þessi bátar um fimmtán tonn að stærð.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira