Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, keyrði á tíu ára dreng nærri heimili sínu. Talið er að drengurinn hafi fótbrotnað. Gerrard beið með drengnum eftir sjúkrabíl og hefur verið í sambandi við foreldra hans varðandi líðan hans.
Talsmaður Gerrard segir að leikmaðurinn hafi verið að keyra mjög hægt þegar drengurinn hljóp fyrir bílinn og lenti á hlið hans. Fyrir utan fótbrot er í lagi með drenginn.
Gerrard hyggst heimsækja drenginn á næstunni.