Enski boltinn

Owen getur byrjað að æfa eftir viku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen.
Michael Owen.

Þýski skurðlæknirinn sem framkvæmdi á dögunum aðgerðina á Michael Owen segir að leikmaðurinn verði orðinn klár í slaginn í komandi verkefni hjá enska landsliðinu. Hann segir að Owen geti byrjað að æfa eftir viku.

"Hann ætti að vera orðinn klár í slaginn eftir tíu til fjórtán daga. Ég reikna með því að hann geti farið að æfa aftur næsta mánudag eða þriðjudag," sagði Dr Ulrike Muschaweck .

England mætir Eistlandi 13. október og Rússlandi fjórum dögum síðar. Steve McClaren tilkynnir landsliðshóp sinn á föstudag og má reikna með því að Owen verði í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×