Innlent

Miklu meira um frjóofnæmi nú en í fyrra

Jón Örn Guðbjartsson skrifar

Margfalt fleiri ofnæmistilvik hafa komið upp í sumar en á meðalsumri vegna hlýinda og langvarandi þurrka. Grasfrjókorn eru upp í mánuði fyrr á ferðinni en venjulega.

 

Þau frjókorn sem algengast er að valdi ofnæmi á Íslandi eru aðallega frá grasi en einnig frá súrum, birki og túnfíflum.

 

Tímabil frjókornaofnæmis hefst venjulega í júní og nær hámarki í ágúst. Á hlýjum, þurrum dögum líkt og verið hefur undanfarið eykst frjókornamagnið mikið, einkum ef vindur blæs.

 

Núna í júní hefur því verið óvenju mikið um frjókorn frá ýmsum grastegundum sem hafa orsakað fjölmörg erfið ofnæmistilvik, miklu fleiri en í venjulegu árferði. Þá er súra farin að segja til sín.

 

Michael V. Clausen, læknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum, segir að nú fari í hönd erfiður tími fyrir þá sem þjást af ofnæmi.

 

Magn frjókorna í andrúmsloftinu fer mikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókorna í lofti lítið, því laus frjókorn setjast á jörðina og blautar plöntur gefa ekki frá sér ný frjókorn. Micahel segir að það versta sé ekki yfirstaðið en líklega nái fjórkornatíðin hámarki fyrr en venjulega.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×