Innlent

Veiddu fjóra hákarla í einni ferð

Þrír bitu á en einn flæktist í línunni.
Þrír bitu á en einn flæktist í línunni. MYND/Getty Images

Góð hákarlaveiði hefur verið á Vopnafirði undanfarið og í nótt veiddust fjórir hákarlar í einni og sömu ferðinni.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni vopnafjordur.is. Samkvæmt fréttinni voru það feðgarnir Hreinn Björgvinsson og Björgvin Hreinsson á Eddunni sem veiddu hákarlana fjóra við norðanverðan fjörðinn þar sem lögðu línu með 8 krókum.

Haft er eftir Björgvini í fréttinni að einn hákarlinn hefði að ekki bitið á heldur flækt sporðinn í línunni. Hákarlarnir fjórir voru um fimmtán til sextán fet að lengd og sverir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×