Innlent

12% aukning farþega um Keflavíkurflugvöll

Leifsstöð.
Leifsstöð. MYND/JP

Alls komu 37 þúsund fleiri farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar.

Samtals komu 411 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll frá janúarmánuði til loka júní. Á sama tíma í fyrra komu 374 þúsund farþegar. Er þetta 9,8 prósent aukning.

Síðastliðna 12 mánuði hafa 905 þúsund farþegar komið til landsins um Keflavíkurflugvöll sem er 11,9 prósent aukning frá 12 mánaða tímabilinu þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×