Innlent

Fjölmenn sendinefnd fylgir borgarstjóra til Moskvu

Hátt í 30 manns fylgja Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til Moskvu.
Hátt í 30 manns fylgja Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til Moskvu. MYND/HH

Opinber heimsókn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóri, til Moskvuborgar hefst í dag. Þar verður meðal annars skrifað undir samstarfssamning borganna. Hátt í 30 manna sendinefnd er í för með borgarstjóra þar á meðal fulltrúar íslenskra fyrirtækja og háskóla. Sjaldan hefur jafn fjölmenn sendinefnd farið í opinbera heimsókn til erlends ríkis samkvæmt vef Reykjavíkurborgar.

Í heimsókn sinni mun borgarstjóri og fylgdarlið taka þátt í orkuráðstefnu, heimsækja útibú íslenskra fyrirtækja í Moskvu, og fara á sýningu Bolshoj-ballettsins á Svanavatninu. Þá mun borgarstjóri opna nýtt útibú Norvik banka.

Í för með borgarstjóra eru einnig Hanna Birna Kristánsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×