Innlent

Afli dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári

MYND/JS

Afli íslenskra skipa dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári miðað við fyrra ár samkvæmt nýútkomnu riti Hagstofunnar um aflaverðmæti og ráðstöfun afla. Á sama tíma jókst aflaverðmæti um 12,1 prósent milli ára. Mest var landað á Austurlandi.

Samkvæmt samantekt Hagstofunnar var heildarafli íslenskra skipa á síðasta ári 1.323 þúsund tonn en árið 2005 var hann 1.669 þúsund tonn. Aflaverðmæti var rúmir 76 milljarðar króna og jókst um 12,1 prósent milli ára.

Mest var unnið úr fiskaflanum á Austurlandi og þar var einnig mesta magninu landað. Uppistaða aflans var uppsjávarfiskur. Aflakaupendur á höfuðborgarvæðinu keyptu afla að andvirði 15,7 milljarða króna og fór stærsti hluti botnfiskaflans í vinnslu þar. Þorskaflinn fór mest í salt en stærsti hluti ýsuaflans var frystur í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×