Innlent

Slippurinn að líkindum upp á Grundartanga

MYND/Óskar

Slippurinn í Reykjavík flyst að líkindum upp á Grundartanga ef hugmyndir eigenda Stálsmiðjunnar ná fram að ganga. Stálsmiðjan hefur rekið það sem eftir er af slippnum við Mýrargötu en hann verður brátt að víkja fyrir íbúðarhúsnæði.

Hefur stjórn Faxaflóahafna gefið Stálsmiðjunni vilyrði fyrir 2.500-3.000 fermetra lóð undir skemmu á Grundartanga og þá hefur stjórnin lýst sig reiðubúna að gera ráð fyrir slippastarfsemi þar.

Slippurinn er eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, stofnað fyrir rúmlega 100 árum en hann þykir vera orðinn fyrir væntanlegri íbúðabyggð á Mýrargötusvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×