Innlent

Yfir 60 umferðaróhöpp í borginni um helgina

MYND/GVA

Sextíu og fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, flest minni háttar. Í þremur tilfellum var fólk flutt á slysadeild en í þeim hópi var 17 ára piltur sem velti bíl sínum á Suðurlandsvegi.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að auk þess hafi 50 ökumenn verið teknir fyrir hraðakstur um helgina en þeir voru stöðvaðir víðs vegar um umdæmið. Í hópi þeirra voru tveir piltar sem voru teknir á yfir 100 kílómetra hraða á Fiskislóð þar sem leyfður hámarkshraði er 50. Mega þeir búast við því að vera sviptir ökuleyfinu en annar þeirra fékk það í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×