Innlent

Farið verður að vilja bæjarbúa

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í viðtali á vef Ríkisútvarpsins að það væri ekki bæjarfulltrúa að taka afstöðu í málinu aðspurður um þær fullyrðingar um að bæjarfulltrúar hefðu átt að skýra frá afstöðu sinni. Hann benti á að það hefði verið íbúanna að taka afstöðu til málsins og það hafi mætt 12 þúsund íbúar til kosninganna. Farið yrði að vilja bæjarbúa. „Þetta er íbúalýðræði og fólk verður að átta sig á því," sagði Lúðvík.

Aðspurður vildi hann ekki tjá sig um hvað þetta þýddi enda væri þetta enn í járnum. Þá sagði hann að honum hefði fundist að það vantað umfjöllun um heildarmyndina í fjölmiðlum, bæði ljósvakamiðlum og blöðum. Þetta væri stórmál og menn hefðu horft á þett á landsvísu og hann hefði viljað sjá fjölmiðla taka víðari og breiðar afstöðu í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×