Enski boltinn

Redknapp einn hinna handteknu

Harry Redknapp
Harry Redknapp NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, var einn þeirra fimm sem handteknir voru í tengslum við rannsókn Lord Stevens á spillingu í ensku knattspyrnunni.

Milan Mandaric, fyrrum stjórnarformaður Portsmouth, hefur líka verið staðfestur sem einn af þeim handteknu, auk Peter Storrie se, er núverandi framkvæmdastjóri félagsins. Þá var miðjumaðurinn Amdy Faye hjá Rangers einnig handtekinn sem og umboðsmaðurinn Willie McKay.

Mennirnir eru grunaðir um fjármálamisferli og bókhaldssvik.

Í júlí síðastliðnum gerði lögreglan rassíu í herbúðum Newcastle, Portsmouth og Rangers vegna rannsóknarinnar.

Á síðasta ári réði enska knattspyrnusambandið fyrrum yfirmann hjá bresku lögreglunni, Stevens lávarð, um að rannsaka nokkur hundruð félagaskipti vegna gruns um spillingar.

Hann skilaði skýrslu sinni í júní síðastliðnum þar sem vakin var sérstök athygli á sautján félagaskiptum og fimm úrvalsdeildarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×