Innlent

Norðurál stefnir að álveri í Helguvík innan þriggja ára

Norðurál stefnir að því að hefja smíði 250 þúsund tonna álvers í Helguvík strax á þessu ári og þar á að bræða fyrsta álið innan þriggja ára. Ekkert bendir til að Suðurnesjamenn muni hafa neitt um það að segja að stóriðjuver rísi í bakgarðinum, ólíkt Hafnfirðingum.

Norðurál er í eigu bandaríska fyrirtækisins Century Aluminum sem einnig rekur álverið á Grundartanga. Verið er að vinna að mati á umhverfisáætlun. Þá þarf einnig að ganga frá aðalskipulagi bæði fyrir Reykjanesbæ og Garð sem væntanlega verður kynnt á næstu vikum.

Ársframleiðsla nýs álvers í Helguvík verður 250 þúsund tonn af áli. Til samanburðar má geta þess að ársframleiðsla álversins í Straumsvík eru 180 þúsund tonn af áli.

Ekki gert ráð fyrir því í samningum Norðuráls við bæjarfélögin að kosning fari fram. Áætluð fjárfesting Norðuráls vegna framvkæmda við álverið er allt að 70 milljörðum króna. Verkið verður unnið í áföngum, fullklárað árið 2015 en miðað er við að byggingu fyrsta áfanga verði lokið eftir þrjú ár. Enn hefur ekki verið gengið frá orkusamningi en viljayfrlýsing hefur verið gerð við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveigu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×